20.12.05

Leikmenn Vs. Stjórn og umræðan allt í kring!

Það er alveg merkilegt að sjá hve margir hafa miklar hugmyndir og skoðanir á því hvernig standa skuli að undirbúningi fyrir næsta tímabil! En það er því miður oft þannig að þegar mönnum bíðst tækifæri til að koma þessum hugmyndum í verk, að þá er þessa hugvitsmenn hvergi að finna! Ég veit ekki betur en að öllum hafi verið frjálst að bjóða sig til starfa í nýrri stjórn meistaraflokks og stuðla að frekari uppbyggingu Hugins...hvar voru þessir menn þá? Það er alltaf notalegt að sitja á hliðarlínunni og hrópa að leikmönnum hvernig leikurinn skuli spilast án þess að þurfa að mæta sjálfur inná völlinn og sanna ágæti sitt! Markmið mitt með þessu skrifum er þó ekki að lesa þessum alvitringum pistilinn heldur að fá eitthvað uppbyggilegt útúr þessum annars bölsýnu umræðum sem virðast einoka öll skrif á svokölluðum “stuðningsvef” Hugins.
Staðreyndin er sú, að þrátt fyrir að gott gengi Hugins undanfarin tvö ár hafi blómgað knattspyrnuáhuga bæjarbúa og sett ómissandi blæ á sumarið, þá er galli á gjöf Njarðar. Aukinn árangur kallar á auknar kröfur, bæði frá leikmönnum og áhorfendum. Þessar kröfur eru bæði fjárhagslegar og félagslegar! Betri árangur þýðir aukna eftirspurn eftir leikmönnunum okkar. Þeim bjóðast ef til vill einhverjir aurar fyrir að spila í efri deildum, í það minnsta reynslan af því að leika “alvöru fótbolta”...og hver segir nei við slíku tilboði? Eru það kannski ekki bara stóru liðin í efri deildunum sem við þurfum að óttast að steli strákunum okkar? Getur verið að í næsta nágrenni eigi menn svo mikla peninga og svo rosalega fína aðstöðu að leikmennirnir flykkjast í röðum til andstæðingsins? Hvernig spornum við við slíkri þróun? Því miður lítur út fyrir að leikgleðin og heimaliðshollustan fái að víkja fyrir hæstbjóðandi! Kannski er þetta ósanngjörn fullyrðing og alls ekki hægt að alhæfa yfir á alla fótboltaiðkendur á svæðinu. Þá kemur annað vandamál til sögunnar því margir leikmenn óttast að skuldbinda sig fyrr en þeir vita nákvæmlega með hverjum þeir munu leika knattspyrnu á komandi sumri. Þeir vilja jú standa uppi sem sigurvegarar og ljóst að það gerist ekki nema liðið státi af toppleikmönnum. Slíkar áhyggjur vinda uppá sig og skapa ákveðinn vítahring, þar til einn þorir að taka af skarið og selja nýrri stjórn sálu sína og ef til vill sitthvað fleira. Leikmannamál eru ekki bara höfuðverkur stjórnarinnar. Í svona “áhugamannafótbolta” er það einmitt hlutverk allra liðsmanna að halda í hvorn annan og leita nýrra manna sem kunna að styrkja og bæta hópinn. Þó þjálfarinn ráði á endanum hvað sé best fyrir liðið.
Mér finnst ótrúlegt að menn líti svo á að fótboltinn standi og falli með þeirri stjórn sem heldur um taumana. Ef menn vilja á annað borð spila fótbolta þá gera þeir það, hvort sem þeir fá ákveðið símtal á tilteknu augnabliki eða ekki!
Er ætlunin að spila fótbolta næsta sumar...eða á bara að tala um það? Það er ekki við stjórnina að sakast ef menn geta ekki ákveðið í hvorn fótinn þeir eiga að stíga! Óneitanlega verður óvissa með leikmannamál ef þeir fást ekki til að gefa ákveðið svar; af eða á!
Stjórnin hefur mörg járn í eldinum og er mjög bjartsýn á það sem koma skal. En við veltum því líka fyrir okkur hvort nauðsynlegt reynist að manna lið Hugins með um 20 utanaðkomandi leikmönnum og hvort eitthvað vit sé í því. Eða höfum við möguleika á að styrkja þann kjarna sem fyrir er og gera miklu betur en síðast? Leikmennirnir einir geta svarað því! Hvenær er tími til að játa sig sigraða? Er það virkilega á meðan upphitun stendur, áður en leikurinn sjálfur hefst?

Smá umhugsunarefni yfir jólahátíðina!

design (c) maystar designs image (c) maystar designs

maggý
Kætin ræður sér vart kæti!

maggyxar@hotmail.com
gestabók
sendu konunni sms

Albúm Kamillu Köru

Gamalt


útlendingar

Teiknimyndasagan Arthúr eftir Jónas Reyni og Finn.tk Torfa
+ alda diljá
+ alma rún
+ andri bergmann
+ bangsi
+ berglind ósk
+ björgvin
+ björt sigfinns
+ bryndís fluffa
+ bylgja fagra
+ dagný
+ elísabet maren
+ elva björk
+ elvar snær
+ eva
+ finnur fellbæingur
+ fjóla dögg
+ guðjón net
+ guðrún veiga
+ gulla
+ gummi jóh
+ gummó glaði
+ gunnar stefáns
+ hafþór snjólfur
+ harpa hronn
+ heba
+ heiðdís sóllilja
+ hildur karen
+ hlínza perkí
+ hrefna
+ íris aðalskona
+ kolla rúnars
+ laufey anika
+ linda sæberg
+ lísa hreins
+ maggi tóka
+ maja
+ margrét elísa
+ ragna
+ regina
+ sara fanney
+ sigríður
+ sindri
+ sissú
+ sjöbba
+ sjússi sæti
+ stína stuð
+ sunna dís
+ tóta hk
+ tóti
+ unnur agnes & steini
+ unnur sif
+ urður arna
+ þóra magnea


"mömmó"
+ brynjar ingi
+ emil andri frændi
+ isabel karin frænka
+ kristín maría frænka
+ júlíus garðar
+ litli prins magnason
+ lorenzo
+ mikael & breki
+ unnar karl
+ viktor nói
+ þór trausti